Newcastle tapaði gegn Sunderland í Tyne-Wear erkifjendaslagnum í dag. Bruno Guimeraes, fyrirliði Newcastle, segir tapið vandræðalegt.
Liðin mættust í fyrsta sinn í deildinni síðan 2016 en liðin mættust síðast í enska bikarnum þar sem Newcastle vann 3-0.
Liðin mættust í fyrsta sinn í deildinni síðan 2016 en liðin mættust síðast í enska bikarnum þar sem Newcastle vann 3-0.
„Þetta er svo pirrandi fyrir mig að koma hingað og stuðningsmennirnir eiga rétt á því að vera pirraðir því það er erfitt að taka þessu," sagði Guimaraes.
„Allir komu og vissu nákvæmlega hvað þetta þýðir fyrir stuðningsmennina. Skilaboðin inn i klefa var að gefa allt í þetta fyrir þá en við gerðum það ekki, svo vandræðalegt. Ég er mjög reiður yfir frammistöðunni."
Athugasemdir

