Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir gærdagsins: Saka, Ekitike og Wilson bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fjórir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og gaf Sky Sports leikmönnum einkunnir í þremur þeirra.

Bukayo Saka var maður leiksins er topplið Arsenal rétt marði botnlið Wolves þökk sé sigurmarki seint í uppbótartíma.

Saka var líflegur að vanda og skapaði sigurmarkið með flottum töktum og góðri fyrirgjöf frá hægri kanti. Hann fær 8 í einkunn og var valinn sem besti leikmaður vallarins.

Hugo Ekitike skoraði svo bæði mörkin í 2-0 sigri Liverpool í jöfnum leik gegn Brighton og fær hann 9 í einkunn fyrir sinn þátt, hærra en allir aðrir á vellinum. Florian Virtz og Mohamed Salah eru meðal leikmanna sem fengu 8 í einkunn í sigri Englandsmeistaranna.

Að lokum kemur ekki á óvart að Harry Wilson hafi verið besti maður leiksins í sigri Fulham á útivelli gegn nýliðum Burnley. Wilson lagði tvö fyrstu mörk sinna manna og skoraði sjálfur það þriðja sem dugði til að sigra.

Burnley var sterkara liðið á löngum köflum en heimamenn gerðu klaufaleg mistök sem kostuðu mörk svo lokatölur urðu 2-3. Martin Dúbravka, Florentino Luís, Josh Cullen og Axel Tuanzebe fá 4 í einkunn fyrir sína frammistöðu í tapinu.

Wilson var bestur á vellinum með 9 í einkunn á meðan liðsfélagar hans Emile Smith Rowe og Samuel Chukwueze fengu 8 fyrir sinn þátt.

Sky gaf ekki einkunnir fyrir 2-0 sigur Chelsea gegn Everton.

Arsenal: Raya (6), White (6), Saliba (6), Timber (6), Hincapie (7), Zubimendi (6), Rice (6), Eze (6), Saka (8), Martinelli (6), Gyokeres (6).
Varamenn: Lewis-Skelly (7), Merino (6), Odegaard (6), Trossard (6), Jesus (7).

Wolves: Johnstone, Doherty (7), Mosquera (6), Agbadou (7), Toti (6), Wolfe (6), Krejci (6), Andre (6), J. Gomes (7), Hwang (6), Strand Larsen (6).
Varamenn: Tchatchoua (6), Arokodare (7), Lopez (6), Arias (6), Mane (7).



Liverpool: Alisson (7), Gomez (7), Koante (8), Van Dijk (8), Kerkez (7), Gravenberch (7), Jones (8), Szoboszlai (8), Mac Allister (7), Wirtz (8), Ekitike (9).
Varamenn: Salah (8), Isak (6), Robertson (6), Chiesa (6).

Brighton: Verbruggen (6), Wieffer (7), Van Hecke (6), Dunk (6), Kadioglu (6), Baleba (6), Hinshelwood (6), Minteh (6), Gruda (6), Gomez (5), Rutter (6).
Varamenn: Mitoma (6), Ayari (6), Welbeck (5), Kostoulas (5)



Burnley: Dubravka (4), Esteve (5), Ekdal (5), Tuanzebe (4), Hartman (6), Florentino (4), Cullen (4), Brunn Larsen (5), Foster (5), Broja (5), Ugochukwu (7)
Varamenn: Edwards (3), Flemming (5), Sonne (6), Antony (5)

Fulham: Leno (7), Tete (6), Andersen (7), Bassey (7), Robinson (7), Berge (7), Iwobi (7), Wilson (9), Smith-Rowe (8), Chukwueze (8), Jimenez (6)
Varamenn: King (6), Lukic (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner