Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   lau 13. desember 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Elíasar orðaður við Bayern
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er að fylgjast með Sílemanninum Daríó Osorio, sem er á mála hjá danska félaginu Midtjylland, en þetta segir blaðamaðurinn Christian Falk á X.

Osorio er 21 árs gamall vængmaður sem hefur verið að gera það gott með Midtjylland, þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Elías Rafn Ólafsson spilar.

Hann er eftirsóttur af mörgum toppliðum í Evrópu, en Bayern er talið leiða kapphlaupið.

Það er þó einn hængur á og það er að Bayern er með annan leikmann ofar á óskalistanum, en það er Said El Mala, liðsfélagi Ísaks Bergmann Jóhannessonar í Köln.

Ef það gengur ekki að fá hann í janúar eða næsta sumar mun Bayern reyna við Osorio sem hefur komið að fjórtán mörkum í 28 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner