Arsenal 2 - 1 Wolves
1-0 Sam Johnstone ('70, sjálfsmark)
1-1 Toluwalase Arokodare ('90)
2-1 Yerson Mosquera ('94, sjálfsmark)
1-0 Sam Johnstone ('70, sjálfsmark)
1-1 Toluwalase Arokodare ('90)
2-1 Yerson Mosquera ('94, sjálfsmark)
Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, tók á móti botnliði Wolves í lokaleik dagsins.
Heimamenn komust lítið áleiðis gegn Úlfunum og var staðan markalaus þar til á 70. mínútu, þegar Sam Johnstone markvörður gerði sjálfsmark eftir glæsilega hornspyrnu frá Bukayo Saka. Boltinn flaug rétt undir samskeytin og skaust í Johnstone og þaðan í netið.
Það var lítið að frétta þar til á lokamínútunum þegar Úlfarnir byrjuðu að gera sig líklega til að gera jöfnunarmark. Tolu Arokodare gerði það með frábærum skalla úr erfiðu færi og héldu Úlfarnir að þeir væru að krækja í stig, en svo var ekki.
Heimamenn fóru í sókn og náðu að setja boltann aftur í netið eftir fyrirgjöf frá hægri kanti. Gabriel Jesus missti af boltanum en hann fór í Yerson Mosquera, varnarmann Wolves, og framhjá varnarlausum Johnstone. Lokatölur 2-1.
Arsenal er með 36 stig eftir 16 umferðir, fimm stigum meira heldur en Manchester City sem á leik til góða á morgun.
Úlfarnir sitja áfram á botni deildarinnar með 2 stig þrátt fyrir góða frammistöðu í kvöld.
Athugasemdir



