Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 12:53
Elvar Geir Magnússon
Maresca harðneitar að útskýra ummæli sín nánar
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Alan Shearer.
Alan Shearer.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, harðneitar að útskýra ummæli sín frá því á laugardaginn frekar. Maresca sagði þá að 48 klukkutímarnir fyrir leikinn gegn Everton hafi verið hans erfiðustu í starfinu.

Hann sagði liðið og hann sjálfan ekki hljóta þann stuðning sem þeir ættu skilið en fór ekki út í það hvaða aðila hann væri að tala um.

Alan Shearer, sérfræðingur BBC, telur að þessu sé beint að stjórnendum Chelsea.

„Hann vill að við og aðrir séum að spá í þessu. Hann vill umræðuna. Hann er að beina þessu að stjórninni eða eigendunum. Ég held að honum hafi ekki fundist hann fá vörn eftir tapið gegn Atalanta í Meistaradeildinni og það særi hann," segir Shearer.

Chelsea heimsækir Cardiff í 8-liða úrslitum deildabikarsins á morgun. Á fréttamannafundi fyrir þann leik vildi Maresca ekki útskýra ummæli sín nánar.

„Ég hef þegar talað um þetta og hef engu við að bæta. Ég bið ykkur vinsamlegast um að spyrja út í leikin gegn Cardiff," sagði Maresca.

Á fundum sagði Maresca að Cole Palmer yrði hvíldur í leiknum á morgun en hann er nýkominn af meiðslalistanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner