Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe byrjaður að æfa
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var ónotaður varamaður þegar Real Madrid tapaði gegn Man City í Meistaradeildinni í vikunni þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Hann er hins vegar byrjaður að æfa og gæti komið við sögu þegar liðið mætir Alaves á morgun.

Mbappe meiddist á læri í tapi gegn Celta Vigo um síðustu helgi en var samt sem áður í hópnum gegn Man City. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Madrídínga að endurheimta Mbappe þar sem liðið er í miklum vandræðum.

Xabi Alonso er undir mikilli pressu og gæti leikurinn gegn Alaves verið hans síðasti.

Antonio Rudiger var einnig tæpur fyrir leikinn á morgun en hann verður klár í slaginn og byrjar líklega ásamt Raul Asencio og Dean Huijsen sem eru einu varnarmenn liðsins sem eru heilir heilsu.
Athugasemdir
banner
banner
banner