Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Versta frammistaða tímabilsins - „Skref til baka“
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Thomas Frank, stjóri Tottenham.
Mynd: EPA
Nottingham Forest skellti Tottenham 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Callum Hudson-Odoi kom boltanum tvívegis framhjá Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, sem átti mjög slakan leik.

Þetta var stærsti sigur Forest gegn Spurs síðan 1987, Dýrmætur sigur fyrir Forest sem náði að fjarlægast fallsvæðið en Tottenham situr í ellefta sæti.

Þetta var líklega versta frammistaða Tottenham á tímabilinu.

„Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Þetta svíður og er pirrandi. Þetta var slök frammistaða, sérstaklega í fyrri hálfleik. Á heildina vorum við í engum takti. Við unnum ekki nægilega mörg einvígi og náðum ekkert að tengja. Það var eins og við töpuðum boltanum til baka í hvert sinn sem við unnum hann," sagði Frank.

„Við gerðum slæm mistök í fyrstu tveimur mörkunum. Svona kemur fyrir. Við þurfum að vinna að því að sýna meiri stöðugleika. Við tókum tvö skref áfram en svo eitt skref til baka. Við erum í þessu saman. Við vinnum saman og töpum saman."

„Betra liðið vann í dag. Stuðningsmenn eiga alveg rétt á því að láta óánægju sína í ljós. Eins og ég hef sagt áður, ef liðið er ekki að standa sig mega þeir vera óánægðir,"
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner