Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Wolves: Saliba og Gyökeres byrja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og fær botnlið Wolves í heimsókn í lokaleik dagsins.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og er þar helst að frétta að William Saliba er kominn til baka úr meiðslum. Hann byrjar í hjarta varnarinnar, annað hvort við hlið Jurriën Timber eða Piero Hincapié. Óljóst hvor þeirra mun byrja í vinstri bakverði og hvor í miðverði, þar sem þeir geta báðir leyst stöðurnar af hólmi.

Myles Lewis-Skelly situr á varamannabekknum og er Riccardo Calafiori í leikbanni.

Eberechi Eze og Bukayo Saka koma aftur inn í byrjunarliðið og þá sest fyrirliðinn Martin Ödegaard á bekkinn, en Gabriel Martinelli heldur sínu sæti á vinstri kanti. Noni Madueke sem skoraði tvennu gegn Club Brugge í vikunni sest einnig á bekkinn.

Viktor Gyökeres leiðir sóknarlínuna með Mikel Merino á bekknum.

Rob Edwards þjálfari Wolves gerir þrjár breytingar frá tapi gegn Manchester United um síðustu helgi. Jean-Ricner Bellegarde er frá vegna meiðsla og þá setjast Ki-Jana Hoever og Jhon Arias á bekkinn.

Matt Doherty, Joao Gomes og Hwang Hee-chan koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Hincapie, Timber, Zubimendi, Rice, Eze, Saka, Martinelli, Gyökeres
Varamenn: Kepa, Ödegaard, Jesus, Norgaard, Trossard, Madueke, Nwaneri, Merino, Lewis-Skelly.

Wolves: Johnstone, Doherty, Mosquera, Agbadou, Toti, Wolfe, Krejci, Andre, Gomes, Hwang, Larsen.
Varamenn: Sa, Bueno, Arias, Arokodare, Chirewa, Hoever, Lopez, Mane, Tchatchoua.
Athugasemdir
banner