Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   lau 13. desember 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Freysi: Hrokafullur dómari
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, var allt annað en sáttur við franska dómarann Willy Delajod í 4-0 tapinu gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni á fimmtudag en hann kallaði Delajod hrokafullan og efaðist hegðun hans.

Delajod rak lykilmann Brann, Eivind Helland, af velli í fyrri hálfleiknum.

Sú ákvörðun breytti öllu fyrir Brann sem endaði á að hleypa á sig fjórum mörkum gegn tyrkneska stórveldinu.

Freyr ræddi við Viaplay eftir leikinn og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar.

„Þetta er hrokafullur dómari og ég er aldrei hrifinn af því. Ég fékk gult spjald af því ég sýndi honum ekki virðingu. Þetta er alveg fáránlegt.“

„Hann hagaði sér furðulega. Hann segir við mig að ég hafi sýnt honum vanvirðingu, en ég sagði ekki orð við hann. Eftir leikinn sagðist ég ekki vera hrifinn af þessu, annars hefði ég ekki sagt neitt við hann.

„Þetta er ótrúlega ódýrt rautt spjald, en með VAR, þar sem hægt er að finna snertingu í hægri endursýningu, gæti þetta verið rautt spjald,“
sagði Freysi.

Brann er enn í ágætis málum þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppni Evrópudeildarinnar en liðið er með 8 stig í 22. sæti, og sem stendur í umspilssæti.
Athugasemdir
banner