Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti sigur Fulham í Burnley í rúmlega 74 ár
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fulham heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær og skóp sigur eftir fjörugan fimm marka leik.

Marco Silva þjálfari Fulham var ánægður að leikslokum enda er þetta í fyrsta sinn sem Fulham vinnur Burnley á útivelli í rúm 74 ár, eða síðan 1951.

„Með fullri virðingu fyrir Burnley þá urðum við að sigra þennan leik í kvöld. Ég fór í smá sjokk þegar ég komst að því hvað er langt síðan við unnum hérna. Við höfum komið kannski 30 sinnum að spila útileik gegn Burnley án þess að vinna nema einu sinni. Það var kominn tími til að vinna aftur," sagði Silva eftir lokaflautið.

„Við nældum í dýrmæt stig sem gera okkur kleift að klifra upp töfluna. Hver einasti sigur er mikilvægur til að auka sjálfstraust leikmanna.

„Ég ræddi við strákana fyrir leikinn um hversu langt það er síðan við fórum með sigur úr býtum hérna. Þetta er eitthvað sem við megum ekki leyfa að viðgangast.

„Á síðustu árum höfum við verið að bæta ýmis óeftirsóknarverð met og við verðum að hætta því."


Harry Wilson var hetja Fulham í Burnley í gær þar sem hann lagði tvö mörk upp og skoraði eitt sjálfur í 2-3 sigri.

Fulham er með 20 stig eftir 16 umferðir, tíu stigum meira heldur en nýliðar Burnley.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner