Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Toppliðin þrjú eiga leiki
Rafael Leao og Santi Gimenez verða ekki með Milan í dag vegna meiðsla.
Rafael Leao og Santi Gimenez verða ekki með Milan í dag vegna meiðsla.
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag þar sem dagurinn hefst á hádegisleik í Mílanó.

AC Milan tekur þar á móti nýliðum Sassuolo og getur unnið fjórða deildarleikinn í röð með sigri. Lærlingar Massimiliano Allegri deila toppsæti deildarinnar með Ítalíumeisturum Napoli sem stendur, einu stigi fyrir ofan stórveldi Inter.

Napoli heimsækir Udinese síðar í dag, á sama tíma og Fiorentina fær Verona í heimsókn. Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina var hetja liðsins í miðri viku, þegar hann kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið gegn Dynamo Kyiv.

Inter heimsækir svo Mikael Egil Ellertsson og félaga í Genoa áður en Juventus heimsækir Bologna í afar spennandi slag í Evrópubaráttunni.

Leikir dagsins
11:30 Milan - Sassuolo
14:00 Udinese - Napoli
14:00 Fiorentina - Verona
17:00 Genoa - Inter
19:45 Bologna - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
11 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
12 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
16 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner