Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   lau 13. desember 2025 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katla skoraði og lagði upp - Ásdís Karen hetjan í bikarsigri
Kvenaboltinn
Mynd: Fiorentina
Katla Tryggvadóttir átti frábæran leik þegar Fiorentina lagði Como af velli 3-1 í ítölsku deildinni.

Como komst yfir en Katla jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Hún lagði síðan upp annað mark liðsins. Hin norsk íslenska Iris Ómarsdóttir var einnig í byrjunarliðinu. Fiorentina stökk upp fyrir Como í 3. sæti deildarinnarmeð 17 stig eftir 9 umferðir.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var hetja Braga þegar liðið vann Sporting í 16-liða úrslitum í portúgalska bikarnum. Hún skoraði eina mark leiksins.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Freiburg sem gerði markalaust jafntefli gegn Essen í þýsku deildinni. Freiburg er í 5. sæti með 20 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner