Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler: Áttum skilið jafntefli eða sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton svaraði spurningum eftir 2-0 tap gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Brighton sýndi flotta frammistöðu en tókst ekki að skora gegn Englandsmeisturunum, sem nýttu færin sín betur til að tryggja sigur.

„Við áttum skilið að fá jafntefli úr þessum leik ef ekki sigur. Við sköpuðum svo mikið af færum en gátum bara ekki skorað. Við misstum einbeitinguna á stuttum köflum og þá var okkur refsað," sagði Hürzeler.

„Við vorum betra liðið stærsta hluta leiksins en það er ekki nóg. Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur til að ná í einhver úrslit á þessum velli. Við verðum að taka ábyrgð á þessu tapi, við klúðruðum dauðafærum og við vörðumst ekki nógu vel á köflum.

„Frammistaðan var góð en úrslitin eru mjög svekkjandi. Við verðum að verjast betur í föstum leikatriðum og nýta færin okkar. Við höfum gæðin til að berjast við hvaða andstæðinga sem er."


Brighton er um miðja úrvalsdeild með 23 stig eftir 16 umferðir, þremur stigum á eftir Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner