Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum í ótrúlegum leik Lille gegn Auxerre í frönsku deildinni í dag.
Hann sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Lille varð hins vegar manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Nathan Ngoy fékk að líta rauða spjaldið.
Hann sá til þess að liðið var með 1-0 forystu í hálfleik. Lille varð hins vegar manni færri undir lok fyrri hálfleiks þegar Nathan Ngoy fékk að líta rauða spjaldið.
Auxerre jafnaði metin en missti mann af velli stuttu síðar. Þrátt fyrir það komust þeir yfir. Hákon var tekinn af vell á 74. mínútu en síðasta korterið í leiknum var ótrúlegt.
Staðan var 2-1 fyrir Auxerre þegar Hákon fór af velli. Lille komst í 3-2, Auxerre jafnaði metin en Lille komst aftur yfir og vann 4-3 en bæði lið misstu annan mann af velli með rautt undir lokin. Lille er í 3. sæti með 32 stig eftir 16 umferðir. Hákon hefur skorað fimm mörk í deildinni en hann er markahæsti leikmaður liðsins ásamt Hamza Igamane.
Kjartan Már Kjartansson kom ekki við sögu í 2-1 sigri Aberdeen gegn Kilmarnock í skosku deildinni. Aberdeen er í 6. sæti með 24 stig eftir 16 umferðir.
Tómas Óli Kristjánsson var ónotaður varamaður í 3-1 sigri AGF gegn OB í átta liða úrslitum danska bikarsins. Liðið vann viðureignina samanlagt 3-2.
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði klukkutíma þegar Twente vann Go Ahead Eagles 2-0 í hollensku deildinni. Twente er í 7. sæti með 24 stig eftir 16 umferðir.
Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á 71. mínútu í 3-0 tapi Sparta Rotterdam gegn Heerenveen í hollensku deildinni. Sparta er í 10. sæti með 20 stig eftir 16 umferðir. Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Utrecht gegn NAC Breda. Utrecht er í 8. sæti með 23 stig.
Athugasemdir




