Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   fim 05. janúar 2023 11:35
Elvar Geir Magnússon
„Arteta lét eins og barn sem var neitað um súkkulaði“
Spennan er farin að æsast í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og pressan er farin að hafa mikil áhrif á Mikel Arteta, stjóra toppliðs Arsenal, sem lét öllum illum látum á hliðarlínunni í markalausu jafntefli gegn Newcastle í vikunni.

Arteta var ólmur yfir því í tvígang að Arsenal hafi ekki fengið vítaspyrnu.

Kieran Gill, íþróttafréttamaður hjá Daily Mail, segir að úrslitin hafi verið fín fyrir Arsenal en segir að Arteta og hans menn hafi hinsvegar misst hausinn.

„Í boðvangnum hegðaði Arteta sér eins og barn sem hafði verið neitað um súkkulaði af móður sinni við innkaupakassann. Hann stappaði og öskraði," segir Gill.

„Innan vallarins umkringdu Granit Xhaka, Oleksandr Zinchenko og fleiri Andy Madley dómara. Það var engin ró eða yfirvegun, bara ringulreið þar sem Arsenal hélt því fram að þeir væru rændir. Arsenal mun græða á því að sýna yfirvegun í stað þess að setja allt upp í háaloft."

Gill er þó sammála Arteta í því að Arsenal hafi klárlega átt að fá vítaspyrnu þegar Dan Burn togaði í Gabriel innan teigs. Ekkert var dæmt.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, setti í gang sálfræðistríð í titilbaráttunni í gær þegar hann talaði um að City þyrfti að vera nánast fullkomið út mótið til að eiga möguleika á því að hirða toppsætið af Arsenal.

Spennustigið í enska boltanum er áþreifanlegt og spennandi mánuðir framundan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner