Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 05. janúar 2023 12:46
Elvar Geir Magnússon
Finnst ósanngjarnt að Liverpool fái fleiri daga í undirbúning
Julen Lopetegui stjóra Wolves finnst ósanngjarnt að Liverpool fái tvo aukadaga til að undirbúa bikarleik liðanna á laugardagskvöld. Ferðalag Úlfanna á Anfield verður þriðji leikurinn af sex sem liðið spilar á 23 daga tímabili.

Lopetegui telur að Liverpool hafi ákveðið forskot þar sem liðið hafi spilað síðast á mánudaginn (3-1 tap gegn Brentford) en Úlfarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Aston Villa á miðvikudaginn.

„Ég skil ekki af hverju við fáum tveimur dögum minna í undirbúning en andstæðingurinn. Það getur gerst að það muni einum degi en tveir dagar er ansi mikið. Þetta breytir stöðunni fyrir okkur. Ég bara skil þetta ekki," segir Lopetegui.

Hann vonast til þess að meiðsli Daniel Podence, sem fór meiddur af velli í hálfleik á Villa Park, séu ekki alvarleg en Boubacar Traore verður frá í allt að tvo mánuði.

Úlfarnir vonast til að styrkja leikmannahóp sinn í janúarglugganum. Lopetegui segir jafnvægið í hópnum ekki nægilega gott.

„Það eru bara fjórir miðjumenn heilir og við þurfum að hafa fleiri," segir Lopetegui.

Úlfarnir eru í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir einn sigur í átta deildarleikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner