Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 05. janúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáir Spurs í Meistaradeildina bara vegna Harry Kane
Harry Kane var stórkostlegur í seinni hálfleik þegar Tottenham vann 4-0 sigur gegn Crystal Palace í gær. Kane skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum og setti tóninn fyrir Tottenham sem átti slakan leik í fyrri hálfeik.

„Ég held að Tottenham bara vegna Kane. Þegar þú ert með mörk þá þarftu ekki að spila vel til að vinna leiki. Hann er Herra Mörk," segir Graeme Souness, sparkspekingur Sky Sports, sem hóf ferilinn hjá Tottenham.

Þetta var 300. úrvalsdeildarleikur Harry Kane sem er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar en hann er með 198 mörk í 300 leikjum. Wayne Rooney skoraði 208 mörk og Alan Shearer er markahæstur með 260 mörk.

„Þvílík tölfræði, þvílíkur leikmaður. Við héldum allir að metið hans Shearer væri ósnertanlegt. Hann hefur skorað 15 mörk í 18 leikjum á tímabilinu. Hann skorar alltaf á mikilvægum augnablikum og stórum leikjum," segir Leon Osman, sérfræðingur BBC.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner