Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. júní 2021 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lið ársins á Englandi: Sex frá Man City
Bestur
Bestur
Mynd: Getty Images
Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni hefur verið opinberað. Sex leikmenn í liðinu koma úr röðum Man City, tveir frá Man Utd, tveir frá Tottenham og einn frá Liverpool.

Í markinu er Ederson markvörður Man City. Hann vann einnig gullhanskann, annað árið í röð, hann hélt markinu 19 sinnum hreinu. Í vörninni eru svo leikmaður ársins, Ruben Dias, John Stones og Joao Cancelo leikmenn Man City og Luke Shaw leikmaður Man Utd.

Á miðjunni eru Kevin de Bruyne og Ilkay Gundogan frá Man City og Bruno Fernandes frá Man Utd.

Kevin de Bruyne er í liðinu annað árið í röð en hann skoraði 6 mörk og lagði upp tólf í aðeins 25 leikjum. Gundogan hefur aldrei skorað eins mikið yfir eitt tímabil eða 13 mörk. Bruno var frábær á sínu fyrsta heila tímabili með Man Utd en hann skoraði 28 mörk og lagði upp átján í öllum keppnum.

Harry Kane og Heung-Min Son leikmenn Tottenham eru í fremstu víglínu ásamt Mohamed Salah leikmanni Liverpool. Salah skoraði 22 mörk, einu marki minna en Kane sem fékk gullskóinn. Son var með 17 mörk og lagði upp 10.
Athugasemdir
banner
banner
banner