Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 05. júní 2021 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep Guardiola stjóri ársins á Englandi
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur verið valinn stjóri ársins. Hann hefur unnið þessi verðlaun þrisvar á síðustu fjórum árum.

Hann jafnar því Jose Mourinho og Arsene Wenger sem voru þrisvar sinnum valdir stjóri ársins. Hann á þó langt í land með að ná Sir Alex Ferguson sem ellefu sinnum var valinn stjóri ársins.

Man City vann 27 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Liðið var í 8.sæti deildarinnar á jóladag en unnu síðan 15 leiki í röð og komust á toppinn og litu aldrei til baka eftir það.
Athugasemdir
banner
banner