Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Kristall jafnaði metin og var síðan rekinn af velli fyrir að 'sussa' á áhorfendur
Kristall Máni er fokinn af velli
Kristall Máni er fokinn af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, var rekinn af velli nú rétt í þessu gegn Malmö í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en hann hafði jafnað metin stuttu fyrir atvikið en það má sjá neðst í fréttinni.

Lestu um leikinn: Malmö 3 -  2 Víkingur R.

Víkingurinn fékk að finna verulega fyrir því í byrjun leiks og var sparkaður niður hvað eftir annað.

Martin Olsson kom Malmö yfir á 16. mínútu leiksins eftir að skot hans breytti um stefnu eftir að hafa farið af Júlíusi Magnússyni og í netið.

Malmö hélt áfram að sparka Kristal niður og á 29. mínútu fékk hann svo gult spjald fyrir meintan leikaraskap. Dumitru Muntean, dómari leiksins, var spjaldaglaður í leiknum og hafði enga stjórn.

Það dró til tíðinda á 38. mínútu en þá jafnaði Kristall metin fyrir Víkinga er hann hljóp á sendingu Pablo Punyed og kláraði af yfirvegun en hálfri mínútu síðar var hann fokinn af velli.

Kristall ögraði þar stuðningsmönnum Malmö með því að 'sussa' á þá í fögnuðinum og uppskar hann þar sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„DÓMARINN ER AÐ REKA KRISTAL AF VELLI!!!

FÆR SITT ANNAÐ GULA SPJALD OG ÞAR MEÐ RAUTT, fyrir að ögra áhorfendum!

'Sussaði' á stuðningsmenn Malmö eftir að hann skoraði og fær sitt annað gula spjald. Hvaða þvæludómari er þetta???,"
skrifar Elvar Geir Magnússon í lýsingu Fótbolta.net

Staðan er núna 2-1 fyrir Malmö en Ola Toivonen skoraði stuttu eftir að Kristall var rekinn í sturtu. Sjáðu atvikið hér fyrir neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner