Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. ágúst 2021 08:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandaríkin: Fjögur rauð spjöld og fjögur mörk
Victor Wanyama er fyrrum leikmaður Tottenham.
Victor Wanyama er fyrrum leikmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Öll Íslendingaliðin þrjú í bandarísku MLS-deildinni léku í nótt. Öllum leikjum lyktaði með jafntefli.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City sem gerði markalaust jafntefli gegn Chicago Fire á útivelli. Gummi spilaði fyrstu 82 mínútur leiksins. NYC spilaði lokakaflann manni færri þar sem Keaton Parks fékk að líta rauða spjaldið á 73. mínútu.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England Revolution sem gerði markalaust jafntefli gegn Nashville SC. Arnór spilaði fyrstu 62 mínúturnar í leiknum.

Loks gerðu CF Montreal og Atlanta United 2-2 jafntefli. Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Montreal. Montreal komst í 2-0 en Josef Martinez minnkaði muninn a 65. mínútu. Rudy Camacho fékk að líta beint rautt spjald hjá Montreal á 73. mínútu en hann hafði skorað seinna mark liðsins.

Atlanta jafnaði svo leikinn á 76. mínútu. Á 82. mínútu fengu svo þeir Martinez hjá Atlanta og Victor Wanyama hjá Monreal rauð spjöld eftir að hafa lent saman. 19 leikmenn voru því inn á undir lok leiks. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

Revolution er í toppsæti Eastern Conference, NYC er í 5. sæti og Montreal er í 8. sætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner