Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho vildi ekki Van Dijk til Man Utd
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Jose Mourinho hafi ekki viljað fá Virgil van Dijk til Manchester United þegar hann var stjóri félagsins.

Van Dijk varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Liverpool keypti hann frá Southampton á 75 milljónir punda í janúar 2018.

Mourinho vildi ekki blanda sér í slaginn um Van Dijk þá því hann hafði keypt Eric Bailly og Victor Lindelof og vildi vinna með þá.

Gengi United undir stjórn Mourinho versnaði og hann var rekinn í desember 2018.

Varnarvandræði Manchester United á síðasta tímabili urðu hins vegar til þess að félagið keypti Harry Maguire á 85 milljónir punda í sumar og er hann nú dýrasti varnarmaður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner