Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. október 2018 14:01
Elvar Geir Magnússon
Hamren svarar Óla Jó: Ég tek alltaf ákvarðanirnar
Icelandair
Hamren og Freyr ræddu við fréttamenn í dag.
Hamren og Freyr ræddu við fréttamenn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren segir að hann taki lokaákvarðanir varðandi íslenska landsliðið og það sé hann sem beri ábyrgðina.

Hann og Freyr Alexandersson voru spurðir út í ummæli Ólafs Jóhannessonar, fyrrum landsliðsþjálfara, á fréttamannafundi í dag.

Ólafur sagði í viðtali við RÚV í vikunni að hann teldi að Erik Hamren hefði ekki valið landsliðshópinn sem tapaði gegn Sviss og Belgíu.

„Það getur ekki verið. Það hafa aðrir menn valið þetta fyrir hann. Af því að hann var ráðinn landsliðsþjálfari þegar voru tíu dagar í leik, hann þarf að fá einhverja aðstoð til að velja leikmennina því hann þekkir það ekki sjálfur," sagði Ólafur í umræddu viðtali.

Hamren svaraði þessum ummælum á einfaldan hátt: „Maður getur ekki unnið þetta starf einn og þarf að hafa gott fólk í kringum sig. Ég sem aðalþjálfari tek alltaf ákvarðanirnar," sagði Hamren.

Freyr Alexandersson hafði þetta að segja um ummælin:

„Ég sá viðtalið við Óla. Ég þekki Óla ágætlega og hann talar yfirleitt í fyrirsögnum. Hann er góður maður og ég held að hann hafi ekki ætlað að láta þetta koma svona út. Hann veit að Erik Hamren valdi liðið," sagði Freyr.

„Auðvitað er ég aðstoðarmaður hans og aðstoða hann við að taka ákvarðanir. Óli áttar sig alveg á því."

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki og má sjá hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner