Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. nóvember 2019 06:00
Aksentije Milisic
Celta og Leganes ráða nýja stjóra (Staðfest)
Javier Aguirre.
Javier Aguirre.
Mynd: Getty Images
Celta Vigo og Leganes hafa bæði skipt um stjóra eftir dapurt gengi að undanförnu. Bæði lið eru í fallsæti í La Liga eftir tólf umferðir.

Celta Vigo réði Oscar Garcia í gær en hann tekur við liðinu af Fran Escriba sem var látinn fara. Celta Vigo tapaði 1-0 gegn Getafe um helgina og er það fjórði tapleikur liðsins í röð. Þeir eru sem stendur í 18. sæti deildarinnar.

Oscar Garcia var leikmaður hjá Barcelona á sínum tíma. Hann hefur þjálfað lið eins og Brighton, Watford og Red Bull Salzburg svo eitthvað sé nefnt.

Leganes, sem er á botni deildarinnar, réði Javier Aguirre en hann tekur við liðinu af Mauricio Pellegrino sem var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap í grannaslag gegn Getafe.

Mexíkóinn Aguirre hefur þjálfað nokkur lið í spænsku deildinni eins og Osasuna, Atletico Madrid, Real Zaragoza og Espanyol.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 25 7 1 70 22 +48 82
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 13 7 46 34 +12 52
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner