Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. maí 2021 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang missti fjögur kíló: Verstu veikindi lífs míns
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og ekki skánaði staðan þegar hann nældi sér í malaríu í landsliðsverkefni með Gabon í mars.

Aubameyang segist hafa lent illa í sjúkdómnum en hann fann fyrir fyrstu einkennum í tapi Arsenal gegn Liverpool 3. apríl.

„Ég hélt þetta væri bara flugþreyta fyrst en eftir þrjá daga af hita ákvað ég að heyra í lækninum og hann sendi mig á spítala. Mér leið hrikalega illa á spítalanum og ég missti fjögur kíló á þremur dögum. Fjölskyldan var hrædd þegar hún kom í heimsókn og sá mig í þessu ástandi," sagði Aubameyang, sem virðist vera búinn að ná sér aftur eftir sjúkdóminn.

Aubameyang var í byrjunarliði Arsenal á útivelli gegn Newcastle um síðustu helgi. Hann skoraði og lagði upp í 0-2 sigri.

„Þetta voru verstu veikindi lífs míns. Núna myndi ég segja að ég væri í 90% standi. Hugurinn er meira en 100% tilbúinn en líkaminn ekki alveg.

„Þetta er búið að vera virkilega erfitt ár vegna vandræða bæði innan og utan vallar. Það sem skiptir máli er að ég finn áfram fyrir hungri til að sigra og vil enda tímabilið sem best."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner