Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 14:30
Kári Snorrason
Viðtal
Dagur reifst við Messi: - „Spurði mig hver ég væri og ég hugsaði bara: Hver er ég?“
Dagur á það á ferilskránni að hafa bæði skorað gegn Messi og rifist við hann.
Dagur á það á ferilskránni að hafa bæði skorað gegn Messi og rifist við hann.
Mynd: Aðsend
„Er á vellinum með besta leikmanni allra tíma.“
„Er á vellinum með besta leikmanni allra tíma.“
Mynd: Aðsend
Dagur Dan Þórhallsson færði sig um set í MLS deildinni fyrir helgi er hann skipti frá Orlando til Montreal. Dagur er sjóaður í MLS deildinni, en hann gekk til liðs við félagið frá Breiðablik 2023 og lék 116 leiki fyrir Orlando.

Fótbolti.net ræddi við Dag um MLS deildina og hvernig það er að mæta goðsögninni Lionel Messi á vellinum. Nánar var rætt við Dag og verður viðtalið birt síðar í dag.

„Það er rosalega mikið af einstaklingsgæðum. Það er fullt af leikmönnum í þessari deild sem eru bara fáránlega góðir. Í Skandinavíu er kannski meiri liðsheild. Hérna ertu með Messi og síðan eru önnur lið með góða suður-ameríska leikmenn sem eru mjög teknískir og góðir.

Það er kannski mesti munurinn, það er mikið af ógeðslega góðum leikmönnum - skiptir ekki máli hversu mikið þú æfir þú verður aldrei verða jafn góður og þeir í fótbolta. En munurinn á til dæmis mér og þeim er hugarfarið. Þeir nenna ekkert alltaf að æfa, svo þannig hef ég náð að taka fram úr nokkrum. Síðan er deildin á mikilli uppleið og hefur verið það síðustu ár, sérstaklega eftir að Messi kom inn í deildina.“


Skorað og rifist við Messi

„Þetta var mjög sérstakt. Ég var ennþá að horfa á myndbönd af Messi þegar ég var að mæta honum. Skrítið að segja það en þetta venst smá, en samt eiginlega ekki. Maður hugsar að maður sé á vellinum með besta leikmanni allra tíma. Svo tókst mér að skora einu sinni á móti honum, það verður seint tekið af manni.“

„Við rifumst aðeins í æfingaleik fyrir síðasta tímabil. Hann gaf mér olnbogaskot og ég stóð upp og ætlaði að fara í hann. Þá komu bara tíu Miami-gaurar í mig, ég komst ekki nálægt honum. Hann spurði mig hver ég væri. Ég var bara: já 'sorry', hver er ég?“ Sagði Dagur léttur að lokum.

Hér má sjá mark Dags gegn Messi og félögum

Athugasemdir
banner