Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tielemans, Ceballos, Longstaff, De Ligt og Pepe
Powerade
Tielemans gæti reynst afar mikilvægur liðsstyrkur fyrir Brendan Rodgers og lærisveina hans.
Tielemans gæti reynst afar mikilvægur liðsstyrkur fyrir Brendan Rodgers og lærisveina hans.
Mynd: Getty Images
Nicolas Pepe er afar eftirsóttur. Liverpool virðist ætla að vinna kapphlaupið um hann.
Nicolas Pepe er afar eftirsóttur. Liverpool virðist ætla að vinna kapphlaupið um hann.
Mynd: Getty Images
Leikmannamarkaðurinn er í fullu fjöri og er slúðurpakkinn frá BBC stútfullur af misfersku slúðri.


Leicester ætlar að bæta félagsmetið og kaupa Youri Tielemans, 22, frá Mónakó. Hann gerði góða hluti að láni hjá Leicester á síðustu leiktíð. (Leicester Mercury)

Tottenham nálgast samkomulag við Real Madrid um Dani Ceballos, 22. Liverpool hefur einnig áhuga á miðjumanninum. (AS)

Man Utd undirbýr tilboð í Sean Longstaff, 21 árs miðjumann Newcastle. (Sky Sports)

Nemanja Matic, 30, hefur beðið um fund með Ole Gunnar Solskjær eftir að hafa frétt af áhuga frá AC Milan og Inter. (ESPN)

Quique Flores, fyrrverandi stjóri Watford, er talinn mögulegur arftaki Rafa Benitez hjá Newcastle. (Telegraph)

Callum Hudson-Odoi, 18, er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. (Goal)

Man Utd og PSG hafa bæði fengið tilboð sitt í Matthijs de Ligt, 19, samþykkt. (Julien Laurens)

Arsenal gæti verið að fá Lucas Vazquez, 28, frá Real Madrid í næstu viku. Kantmaðurinn myndi kosta 31 milljón punda. (AS)

West Ham vill kaupa Callum Wilson, 27, af Bournemouth. (90Min)

Hamrarnir eru búnir að bjóða í Maxi Gomez, 24 ára sóknarmann Celta Vigo. Valencia var talið vera búið að ganga frá kaupunum. (Evening Standard)

Nicolas Pepe, 24, er í viðræðum við Liverpool. Forseti félagsins staðfesti að Liverpool er búið að bjóða í framherjann. (RMC)

Jose Mourinho hafnaði tilboði frá kínverska félaginu Guangzhou Evergrande. (Guardian)

Tottenham virðist búið að vinna kapphlaupið um Dani Olmo, 21 árs miðjumann Dinamo Zagreb. Man Utd hafði áhuga. (Muchodeporte)

Tottenham hefur áhuga á Nicolo Zaniolo, 20 ára miðjumanni Roma og ítalska landsliðsins. (Sportslens)

Birmingham ætlar að bjóða Saido Berahino, 25, að spila með félaginu. (Sun)

Galatasaray hefur áhuga á Stefano Okaka, 29 ára sóknarmanni Watford sem gerði góða hluti að láni hjá Udinese í vor. (Watford Observer)

Peter Shilton, fyrrum markvörður Southampton og enska landsliðsins, segir að Fraser Forster, 31, og Alex McCarthy, 29, ættu að leita sér að öðru félagi. Þeir eru báðir markverðir hjá Southampton. (Daily Echo)

Crystal Palace vill krækja í Stephen Henderson, 31. Hann er fyrrverandi markvörður Charlton og Nottingham Forest. (South London Press)

Frank Lampard ætlar að gefa Danny Drinkwater, 29, tækifæri í haust ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. (Express)

Victor Valdes, 37, er á leið aftur til Barcelona til að sinna þjálfarastarfi í akademíunni. (Marca)

Robert Lewandowski mun skrifa undir nýjan samning við Bayern til 2023. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner