Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. mars 2020 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Þægilegt hjá Keflavík gegn Magna
Keflavík er með níu stig eftir fjóra leiki.
Keflavík er með níu stig eftir fjóra leiki.
Mynd: Jón Örvar Arason
Keflavík 5 - 0 Magni
1-0 Sindri Þór Guðmundsson ('1)
2-0 Magnús Þór Magnússon ('50)
3-0 Ari Steinn Guðmundsson ('54)
4-0 Adam Ægir Pálsson ('70)
5-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('75)

Keflavík vann þægilegan sigur á Magna þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í Reykjaneshöllinni.

Sindri Þór Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins á fyrstu mínútunni, en það var eina mark fyrri hálfleiks.

Í fyrri hálfleik gekk Keflvíkingum aðeins betur fyrir framan markið og tókst þeim að skora fjögur mörk til viðbótar. Mörkin gerðu Magnús Þór Magnússon, Ari Steinn Guðmundsson, Adam Ægir Pálsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Lokatölur 5-0 og er Keflavík með níu stig í Riðli 2 eftir fjóra leiki. Magni er á botni riðilsins eftir þrjá leiki með 0 stig og markatöluna 1:18.
Athugasemdir
banner
banner
banner