Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Charlie Austin til West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Charlie Austin er kominn til West Brom frá Southampton. Hann skrifar undir tveggja ára samning við WBA.

Austin var ekki í áætlunum Ralph Hasenhuttl, stjóra Southampton, og var á sölulista.

Hinn þrítugi Austin fékk ekki að koma með liði Southampton í æfingaferð til Austurríkis og þess í stað var hann látinn æfa með U23 ára lið félagsins.

Núna er hann kominn til West Brom í Championship-deildinni, en talið er að kaupverðið séu 4 milljónir punda.

Austin átti eitt af betri viðtölunum á síðasta tímabili þegar hann var brjálaður út í dómarana eftir leik gegn Watford. Hér að neðan má sjá viðtalið í skemmtilegum búning.



Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner