Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. september 2019 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Inkasso: Fjölnismenn þyrstir í Pepsi Max - Skoruðu sjö gegn Þór
Orri Þórhallsson skoraði tvö fyrir Fjölni í stórsigri
Orri Þórhallsson skoraði tvö fyrir Fjölni í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði sigurmark Magna
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði sigurmark Magna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn eru heldur betur að gefa í á lokametrunum í Inkasso-deild karla en liðið vann 7-1 sigur í toppbaráttunni gegn Þór á Akureyri í dag.

Þórsarar fengu draumabyrjun á 2. mínútu. Sveinn Elías Jónsson átti þá skot sem var varið en Alvaro Montejo Calleja var mættur til að klára færið. Það var hins vegar allt niður á við eftir þetta mark heimamanna.

Rasmus Christiansen jafnaði metin á 6. mínútu. Bergsveinn Ólafsson átti skalla eftir hornspyrnu en boltinn dansaði í teignum og var Rasmus mættur til að koma knettinum í netið. Orri Þórhallsson var næstur í röðinni en hann kom Fjölni yfir á 35. mínútu með skoti úr teignum og Jóhann Árni Gunnarsson bætti við þriðja markinu undir lok fyrri hálfleiks.

Í þeim síðari skoruðu Fjölnismenn tvö mörk með stuttu millibili en Albert Brynjar Ingason skoraði þá eftir samspil við Ingiberg Kort Sigurðsson. Orri skoraði síðan fimmta markið og átti Ingiberg þar þriðju stoðsendinguna sína í leiknum.

Orri Sigurjónsson var rekinn af velli á 54. mínútu fyrir að sparka Arnór Breka niður og Þórsarar manni færri. Kristófer Óskar Óskarsson gerði svo tvö mörk undir lokin og gerði algerlega út um leikinnog lokatölur 7-1 fyrir Fjölni sem er að fljúga upp í Pepsi Max-deildina en liðið þarf aðeins eitt stig gegn Leikni R. í næstu umferð til að tryggja sig.

Magni vann þá Víking Ólafsvík 2-1. Magnamenn virðast aldrei gefast upp en liðið hefur verið í strangri fallbaráttu í allt sumar.

Louis Aaron Wardle kom Magna yfir áður en Harley Willard jafnaði með marki úr víti á 65. mínútu. Gunnar Örvar Stefánsson tryggði Magna sigur og er liðið nú með 19 stig, jafnmörg stig og Afturelding og Haukar.

Úrslit og markaskorarar:

Þór 1 - 7 Fjölnir
1-0 Alvaro Montejo Calleja ('2 )
1-1 Rasmus Steenberg Christiansen ('6 )
1-2 Orri Þórhallsson ('35 )
1-3 Jóhann Árni Gunnarsson ('44 )
1-4 Albert Brynjar Ingason ('49 )
1-5 Orri Þórhallsson ('52 )
1-6 Kristófer Óskar Óskarsson ('78 )
1-7 Kristófer Óskar Óskarsson ('89 )
Rautt spjald: Orri Sigurjónsson ('54, Þór )
Lestu um leikinn

Víkingur Ó. 1 - 2 Magni
0-1 Louis Aaron Wardle ('39 )
1-1 Harley Willard ('65 , víti)
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson ('81 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner