Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. desember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe segir Hazard besta mótherjann á árinu
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur skinið skært með franska landsliðinu og Paris Saint-Germain að undanförnu þar sem hápunkturinn var eflaust heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Mbappe hefur spilað við bestu leikmenn heims og var hann spurður í viðtali við France Football hvern hann teldi vera besta andstæðing sinn á árinu.

„Eden Hazard. Ég var mjög hrifinn af tækni hans og leikstíl. Það sem kom mér mest á óvart var hversu hratt hann framkvæmdi hlutina," sagði Mbappe.

Mbappe og Hazard mættust í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þar sem Frakkar höfðu betur með einu marki gegn engu eftir hörkuleik.

„Hann var rosalegur í undanúrslitaleiknum. Stundum var ég fimm metrum frá honum og mér fannst ótrúlegt hvað hann var snöggur að framkvæma allt. Boltinn var límdur við lappirnar á honum og hann hafði fullkomna vitund af öllu í kringum sig þrátt fyrir að horfa niður allan tímann.

„Það er ekkert pláss sem hann sér ekki."


Hazard er lykilmaður bæði hjá Chelsea og belgíska landsliðinu og var gríðarlega eftirsóttur af Real Madrid í sumar.

Hann átti flestar stoðsendingar á heimsmeistaramótinu í sumar og var kosinn sem næstbesti maður mótsins eftir Luka Modric og á undan Antoine Griezmann.

Hann hefur farið vel af stað með Chelsea í haust og er kominn með sjö mörk og fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner