Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum markvörður Liverpool í West Brom (Staðfest)
Lonergan er fyrrum markvörður Liverpool.
Lonergan er fyrrum markvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Andy Lonergan er búinn að skrifa undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Brom út þetta tímabil.

Lonergan er 37 ára gamall og var síðast á mála hjá Stoke City. Hann var hjá Liverpool frá 2019 til 2020 þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann spilaði hins vegar ekki einn leik fyrir Liverpool á tíma sínum þar.

Lonergan hefur spilað meira en 400 leiki á atvinnumannaferli sínum með félögum eins og Preston North End, Leeds United, Bolton Wanderers og Fulham.

Nú þegar eru markverðirnir Sam Johnstone, Jonathan Bond og David Button í leikmannahópi West Brom. Sam Allardyce, stjóri West Brom, ákvað þrátt fyrir það að fá Lonergan inn.

West Brom er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með aðeins átta stig eftir 17 leiki.
Athugasemdir
banner