Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 10. janúar 2022 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Torino skellti Fiorentina óvænt
Torino fór illa með Fiorentina.
Torino fór illa með Fiorentina.
Mynd: EPA
Torino 4 - 0 Fiorentina
1-0 Wilfried Stephane Singo ('19 )
2-0 Josip Brekalo ('23 )
3-0 Josip Brekalo ('31 )
4-0 Antonio Sanabria ('58 )

Torino fór ansi illa með Fiorentina þegar liðin áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fiorentina voru með sjö stigum meira en Torino fyrir leikinn og því koma þessi úrslit mjög mikið á óvart.

Wilfried Stephane Singo skoraði á 19. mínútu og kom annað markið fjórum mínútum síðar þegar Josip Brekalo skoraði. Brekalo var aftur á ferðinni eftir rúmlega hálftíma leik og leikurinn í raun búinn.

Leikmenn Fiorentina voru slegnir og fengu þeir á sig fjórða markið snemma í seinni hálfleik. Þar var á ferðinni Antonio Sanabria. Það reyndist síðasta markið í leiknum.

Fiorentina er í sjöunda sæti, fjórum stigum á undan Torino sem er í níunda sæti Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner