Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. febrúar 2019 17:00
Arnar Helgi Magnússon
Fellaini heldur að Man Utd klári PSG
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini gekk til liðs við Shandong Luneng í Kína nú á dögunum en hann gerði þriggja ára samning við liðið sem gefur honum 235 þúsund pund í laun á viku.

Hinn 31 árs gamli Fellaini kom til Manchester United frá Everton árið 2013. Belginn var ekki ofarlega á blaði hjá Ole Gunnar Solskjær eftir að hann tók við United og því fékk hann leyfi til að fara.

„Þetta var rétti tíminn til þess að fara. Mig langaði í nýja áskorun og nýtt ævintýri. Tíminn var kominn," segir Fellaini.

Manchester United mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni og segir Fellaini að United sé líklegra liðið til þess að fara í 8-liða úrslit.

„Ég held að Manchester United klári það einvígi. Hvernig takturinn er í liðinu og liðið geislar af sjálfstrausti, ég sé það ekki klikka. Þetta er fótbolti og maður veit aldrei hvað gerist en ég held að United ætti að klára þetta."
Athugasemdir
banner
banner