Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 13:02
Hafliði Breiðfjörð
KR býst ekki við að Björgvin Stefáns verði með í sumar
Björgvin í leik með KR sumarið 2019.
Björgvin í leik með KR sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var gestur Tómasar Þórs og Elvars Geirs í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem nú er í gangi á X977. Hann fór um víðan veg í þættinum og ræddi meðal annars um stöðu framherjans Björgvins Stefánssonar sem missti af síðustu leiktíð vegna meiðsla.

Rúnar á ekki von á að Björgvin geti spilað aftur fótbolta vegna sjúkdóms sem hefur verið að hrjá hann. Björgvin er samningsbundinn KR út þetta ár.

„Hann hefur nánast ekkert æft með okkur. Hann er með gigtarsjúkdóm sem virðist ekki vera að lagast með lyfjagjöf. Hann bólgnar upp ýmist í hné eða ökkla og við reiknum ekki með honum," sagði Rúnar í útvarpsþættinum.

„Þó hann byrji að æfa þá væru mánuðir í að hann gæti spilað. Það er dökkt útlit með hann og ég sé ekki að hann spili aftur fótbolta eins og staðan er núna. Hann getur ekki hlaupið en getur skokkað og þá fær hann verki," hélt Rúnar áfram.

„Hann kíkir reglulega á æfingar hjá okkur og er í kringum okkur og við höfum reynt að hugsa vel um hann. Hann hefur ekki verið á fótboltaæfingu eða sparkað í bolta í átta eða níu mánuði."
Útvarpsþátturinn - Alfons, Rúnar Kristins og Meistaradeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner