Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. ágúst 2018 19:08
Gunnar Logi Gylfason
Sjáðu markið: Pogba með fyrsta mark tímabilsins úr víti
Pogba skorar af punktinum.
Pogba skorar af punktinum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Man Utd
Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni er farið af stað en strax á 2. mínútu leiks Manchester United og Leicester var dæmd vítaspyrna.

Boltinn fór í hendina á Daniel Amartey og Andre Marriner dómari benti á punktinn.

Paul Pogba tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Pogba er með fyrirliðaband United í kvöld í fjarveru Antonio Valencia.

Fyrir leikinn sagði Jose Mourinho, stjóri United, þetta um fyrirliða kvöldsins:

„Hann var nokkrum sinnum fyrirliði á síðasta tímabili. Antonio Valencia er fyrirliði en er fjarverandi. Paul Pogba er á sínu þriðja tímili og kom í gegnum akademíuna. Hann þekkir félagið vel." sagði Mourinho.

Hér að neðan má sjá mark Pogba.


Fylgst er með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin

Smelltu hér til að sjá lista yfir leiki helgarinnar
Athugasemdir
banner