Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. maí 2020 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ian Wright kallaður andskotans api - „Gerist allt of oft"
Mynd: Getty Images
Ian Wright er 56 ára gamall fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins. Hann er í dag virtur sparkspekingur hjá BBC.

Hann segir í dag frá ljótum silaboðum sem hann fékk á Instagram-reikningi sínum. Hann segir að það sé högg að fá slík skilaboð. Sendandi er sagður vera barn en óvíst er hvort að um feluleik sé að ráða þegar kemur að aldri sendandans.

„Ég reyni að vera jákvæður en ég get ekki bara tekið þetta högg án þess að segja frá því," segir Wright.

„Ef þú gerir þetta fyrir framan almenning þá ferð þú í fangelsi!!! Við erum þreytt á þessu. Þessi 'krakki' getur fundið mig og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann sendi mér rasísk skilaboð."

Darren Bent, fyrrum framherji Tottenham, segir þessi skilaboð ógeðsleg og viðurstyggð: „Það sorglega við þetta er að þetta gerist allt of oft, ennþá geta þessir hálfvitar leikið sér á bakvið lyklaborðið án þess að fá refsingu."

Wright birti skilaboðin á Twitter og þau má sjá hér að neðan. Varað er við að þau eru ekki fyrir viðkvæma.


Athugasemdir
banner