Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. ágúst 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: HK vann toppliðið - Rosalegur leikur fyrir norðan
HK er í Evrópusæti.
HK er í Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir skoraði.
Birnir skoraði.
Mynd: HK
Hallgrímur átti stórleik í sigri KA.
Hallgrímur átti stórleik í sigri KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús skoraði tvennu.
Óttar Magnús skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Breiðablik vann á Akranesi.
Breiðablik vann á Akranesi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fjórir leikir í Pepsi Max-deild karla að klárast. Það voru gríðarlega óvænt úrslit í Kórnum þar sem HK lagði topplið KR.

KR hafði ekki tapað í Pepsi Max-deildinni síðan 16. maí síðastliðinn þegar liðið laut í lægra haldi gegn Grindavík. HK setti tóninn strax og KR-ingar náðu ekki að svara því.

Arnþór Ari Atlason skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu og skoraði Birnir Snær Ingason sitt fyrsta mark fyrir HK stuttu síðar. Bjarni Gunnarsson var búinn að koma HK í 3-0 þegar 20 mínúturnar voru liðnar.

Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn fyrir KR rétt fyrir leikhlé með þrumuskoti. Þetta var líflína fyrir KR, en þeir náðu ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. HK varðist vel og skoraði eitt mark til viðbótar undir lokin. Það gerði Emil Atlason, lokatölur 4-1.

Nýliðar HK hafa verið að spila mjög vel að undanförnu og eru þeir komnir upp í þriðja sæti deildarinnar! Það er Evrópusæti. Brynjar Björn Gunnarsson og leikmenn hans að gera magnaða hluti. KR er á toppnum með 36 stig, eru enn í góðum málum.

Rosalegur leikur á Akureyri
Fyrir norðan mættust KA og Stjarnan. KA var í fallsæti fyrir leikinn og þeir ætluðu sér að koma sér úr því. Það var rigning og vindur á Akureyri og völlurinn sleipur.

Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir á sjöttu mínútu þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sinni sem Haraldur Björnsson varði.

Hallgrímur Mar kom KA í 2-0 á 14. mínútu, en Þorsteinn Már Ragnarsson minnkaði muninn stuttu síðar. „Fyrstu 20 mínúturnar í þessum leik voru manískar, en þetta hefur aðeins róast núna. Stjarnan er mun meira með boltann á meðan KA liðið liggur neðar og reyna að sækja hratt. Þeir virka ógnandi í skyndisóknum og Stjörnumenn eru varir um sig," skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu. Leikurinn var ekki rólegur lengi.

Á 44. mínútu fékk Daníel Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, að líta rauða spjaldið, sitt seinna gula spjald. Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn.

Seinni hálfleikurinn var ekki síðri. Torfi Tímoteus Gunnarsson kom KA í 3-1 í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Hallgríms Mar. Þorsteinn Már minnkaði muninn fyrir 10 leikmenn Stjörnunnar á 64. mínútu og Stjarnan var í séns.

Sá séns lifði ekki rosalega lengi því Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA fjórum mínútum eftir mark Þorsteins. Það var síðasta markið í þessum rosalega leik og lokatölur 4-2.

KA fer upp í tíunda sæti með 19 stig. Stjarnan er í fjórða sæti með 24 stig.

Víkingur og Breiðablik með sigra
Óttar Magnús Karlsson skoraði tvisvar þegar Víkingur R. vann ÍBV, 3-1. Óttar Magnús fer vel af stað í deildinni, hann er kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum.

Víkingur er eftir þennan sigur með 19 stig í áttunda sæti. Fylkir og KA eru einnig með 19 stig og fallbaráttan hörð. Grindavík er sem stendur í fallsæti með 17 stig, en Grindavík mætir Fylki á morgun. ÍBV minnir á Keflavík frá því í fyrra og er í fallsæti með fimm stig. Það fer að styttast í að það verði hægt að staðfesta fall ÍBV.

Breiðablik náði þá að minnka forystu KR á toppnum með 2-1 sigri gegn ÍA á Akranesi. Öll mörk leiksins komu á fyrstu 10 mínútunum.

Breiðablik er í öðru sæti með 29 stig. ÍA hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum í öllum keppnum, en er samt í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig.


Víkingur R. 3 - 1 ÍBV
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('38 )
2-0 Óttar Magnús Karlsson ('75 )
2-1 Telmo Ferreira Castanheira ('77 )
3-1 Kwame Quee ('82 )
Lestu nánar um leikinn

HK 4 - 1 KR
1-0 Arnþór Ari Atlason ('6 )
2-0 Birnir Snær Ingason ('12 )
3-0 Bjarni Gunnarsson ('20 )
3-1 Pálmi Rafn Pálmason ('45 )
4-1 Emil Atlason ('88)
Lestu nánar um leikinn

KA 4 - 2 Stjarnan
0-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('6 , misnotað víti)
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('6 )
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('14 )
2-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('18 )
3-1 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('50 )
3-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('64 )
4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('68 )
Rautt spjald:Daníel Laxdal , Stjarnan ('44)
Lestu nánar um leikinn

ÍA 1 - 2 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('4 )
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('7 )
1-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('10 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Klukkan 20:00 mætast Valur og FH. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner