Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 12. apríl 2024 12:11
Elvar Geir Magnússon
Tyrkir taka inn erlenda VAR dómara vegna ásakana um spillingu
Það hefur allt verið á suðupunkti í tyrknesku deildinni.
Það hefur allt verið á suðupunkti í tyrknesku deildinni.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska deildin mun láta erlenda VAR dómara starfa á mikilvægum leikjum það sem eftir er af tímabilinu.

Forseti Fenerbahce segir að „neðanjarðarnet“ í Tyrklandi væri að ákveða leiki með því að „nota dómarana“. Það hafa verið mikil læti í tyrknesku deildinni og Fenerbahce fékk sekt eftir að leikmenn gengu af velli í mótmælum í leik gegn Galatasaray.

Leikmenn Fenerbahce lentu í árás frá stuðningsmönnum Trabzonspor í mars og í kjölfarið var kosið um það hvort félagið myndi draga sig úr keppni í tyrknesku deildinni.

Galatasaray er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan erkifjendum sínum í Fenerbahce þegar sjö umferðir eru eftir.

Erlendir VAR dómarar verða á leikjum beggja lið um þessa helgi, Fenerbahce mætir Fatih Karagumruk og Galatasaray leikur gegn Alanyaspor. VAR dómarar frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Hollandi og Portúgal munu starfa í tyrknesku deildinni á lokakafla tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner