Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. maí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Stórleikir og gríðarleg spenna í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag þar sem níu leikir fara fram.

Cagliari mætir Fiorentina í fyrsta leik dagsins og að honum loknum hefjast hinir átta leikirnir á sama tíma.

Þar er að finna nokkra áhugaverða slagi, meðal annars viðureign Atalanta gegn Benevento, Sassuolo gegn Juventus og Inter gegn Roma.

Juve er óvænt þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Ítalíumeistararnir margföldu þurfa sigur í kvöld á erfiðum útivelli gegn Sassuolo sem er á mikilli siglingu og aðeins tveimur stigum frá Roma í Evrópudeildarsæti.

Evrópubaráttan er afar hörð á Ítalíu þó Inter sé búið að tryggja sér deildartitilinn. Það eru fjögur lið að berjast um þrjú Meistaradeildarsæti á meðan tvö lið eru að berjast um eitt Evrópudeildarsæti.

Þá er einnig líf í fallbaráttunni þar sem Benevento getur enn bjargað sér frá falli. Lærisveinar Filippo Inzaghi eiga þó virkilega erfiðan leik í kvöld þegar þeir heimsækja skemmtilegt sóknarlið Atalanta til Bergamó.

Spezia getur þá nánast bjargað sér frá falli úr efstu deild með sigri gegn nágrönnum sínum í Sampdoria í kvöld.

Leikir kvöldsins:
16:30 Cagliari - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Atalanta - Benevento
18:45 Bologna - Genoa
18:45 Sassuolo - Juventus
18:45 Torino - Milan
18:45 Lazio - Parma
18:45 Inter - Roma (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Sampdoria - Spezia
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Frosinone 34 7 10 17 41 63 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 71 -45 15
Athugasemdir
banner
banner