Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 12. júní 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM í dag - Belgía mætir Rússlandi
Gareth Bale hefur verið mikið á milli tannanna á fólki
Gareth Bale hefur verið mikið á milli tannanna á fólki
Mynd: Getty Images
Evrópumeistaramótið hófst í gær með opnunarleiknum milli Tyrklands og Ítalíu en liðin leika í A-riðli. Þrír leikir fara fram í dag.

Í hinum leiknum í A-riðli mætast Wales og Sviss í dag kl 13:00. Það eru ekki margir sem hafa trú á þessum liðum en háværar raddir hafa verið um að Gareth Bale, leikmaður Wales hætti í knattspyrnu eftir mótið.

Klukkan 16:00 er svo norðurlandaslagur milli Dannmerkur og Finnlands. Einhverjir vonast til að Danir muni koma á óvart á mótin og ná langt. Margir eru spenntir að sjá Belgana mæta til leiks en þeir taka á móti Rússum í kvöld kl 19:00.

Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.

laugardagur 12. júní

EM 2020: A-riðill
13:00 Wales - Sviss

EM 2020: B-riðill
16:00 Danmörk - Finnland
19:00 Belgía - Rússland
Athugasemdir
banner
banner