Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Villarreal kaupir leikmann sem fór illa með Ísland
Layun er þrítugur bakvörður.
Layun er þrítugur bakvörður.
Mynd: Getty Images
Villarreal hefur staðfest kaup á bakverðinum Miguel Layun frá Porto. Kaupverðið er talið vera 4 milljónir evra.

Þessi þrítugi mexíkóski landsliðsmaður skrifar undir þriggja ára samning við gula kafbátinn.

Layun varði seinni hluta síðasta tímabils í spænsku úrvalsdeildinni með Sevilla þar sem hann spilaði 16 leiki. Hann verður áfram í La Liga, ekki hjá Sevilla heldur Villarreal.

Layun byrjaði alla leiki Mexíkó í riðlakeppninni á HM en kom inn á sem varamaður í 16-liða úrslitunum þegar niðurstaðan var tap gegn Brasilíu. Íslendingar kannast ágætlega við Layun eftir að hann skoraði tvö mörk gegn okkur í vináttulandsleik í mars.

Villarreal endaði í fimmta sæti La Liga á síðasta tímabili en liðið hefur styrkt sig verulega í sumar. Santi Cazorla, Layun og fleiri góðir hafa gengið í raðir félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner