Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. september 2019 14:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Víkings í bikarúrslitaleiknum
Erlingur Agnarsson.
Erlingur Agnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kári Árnason verður að öllum líkindum ekki með Víkingum í bikarúrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn eftir að hafa meiðst í landsleiknum gegn Albaníu.

Þá bendir allt til þess að Dofri Snorrason verði ekki leikfær vegna meiðsla en það opnar þá væntanlega leið fyrir Loga Tómasson inn í byrjunarliðið.

Arnar Gunnlaugsson hefur verið að gera einhverjar tilraunir með leikkerfið hjá sér og meðal annars spilað með tígulmiðju en Fótbolti.net spáir því að Víkingar verði í 4-3-3 í úrslitaleiknum.



Úrslitaleikur FH og Víkings verður klukkan 17:00 á Laugardalsvelli á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner