Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. október 2018 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Henry að skrifa undir þriggja ára samning við Mónakó
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, mun skrifa undir þriggja ára samning við franska félagið Mónakó á næstu dögum en hann tekur við þjálfarastöðunni hjá félaginu.

Henry hóf ferilinn sinn hjá Mónakó áður en hann var seldur til Juventus. Það gekk lítið upp á Ítalíu og samdi hann við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Það þekkja flestir ævintýri hans þar en hann er markahæstur í sögu félagsins.

Hann hefur verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins undir stjórn Roberto Martinez en nú er hann á leið aftur í franska boltann.

Leonardo Jardim var rekinn frá Mónakó á dögunum og er Henry að ganga frá þriggja ára samning við félagið.

Hann verður kynntur á næstu sólarhringum en þetta er fyrsta starfið hans sem aðalþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner