Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 13. febrúar 2021 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jenas: Augljóslega mikil kergja á milli Bale og Mourinho
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas er álitsgjafi hjá BBC í kringum leik Manchester City og Tottenham sem nú er í gangi. Fyrir leikinn kom hann með innlegg þar sem hann ræddi stöðu Gareth Bale hjá Tottenham.

Bale er að láni hjá Spurs út þessa leiktíð og í vikunni vakti Instagram-færsla hans athygli. Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var ekki sáttur við færsluna.

Lestu meira um það mál:
Mourinho tjáir sig um Bale: Færslan hans á Instagram voru mistök

„Sá Gareth Bale sem ég bjóst við að sjá hjá Spurs hefur ekki sést. Jose Mourinho setti hann í byrjunarliðið gegn West Brom, ekkert kom frá honum, hann spilaði gegn Brighton, ekkert kom frá honum. Frá sjónarhorni stjórans er hann með lið sem er í basli og hann getur ekki spilað með tíu leikmenn sem nýtast inn á vellinum," sagði Jenas.

„Mourinho lítur á stöðuna og hugsar með sér að Bale þarf að sýna honum eitthvað. Mín skoðun er sú að ef Bale væri að sýna eitthvað þá væri hann í byrjunarliðinu - ég held að Mourinho biðji til guðs að fá fljúgandi Bale inn í liðið. Til að vera sanngjarn við Mourinho þá hef ég ekki séð þetta frá Bale og þetta mun ekki enda vel. Bale mun líklega hafa það náðugt út leiktíðina og þeir munu fara í sitthvora áttina að tímabili loknu."

„Þetta er stórt vandamál því Bale er líklegast hæstlaunaðasti leikmaður félagsins og hann er ekki að spila. Ég held að hvorki Mourinho né stuðningsmenn hafi búist við því. Það er augljóst fyrir mér að það er mikil kergja þeirra á milli og ég sé það mál ekki leysast,"
bætti Jenas við.

Bale er á bekknum þegar 56 mínútur eru liðnar af leik Manchester City og Tottenham. City leiðir með tveimur mörkum gegn engu.
Athugasemdir
banner
banner
banner