Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Khedira framlengir við Juve (Staðfest)
Khedira í baráttunni við Lucas Leiva.
Khedira í baráttunni við Lucas Leiva.
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Sami Khedira er búinn að framlengja samning sinn við Ítalíumeistara Juventus til 2021.

Þetta er afar mikilvæg framlenging fyrir félagið enda hefur Khedira verið gífurlega öflugur á miðjunni þar sem hart er barist um byrjunarliðssæti.

Khedira hefur komið mikið á óvart hjá Juve og er þessi yfirleitt varnarsinnaði miðjumaður búinn að skora í fjórða hverjum deildarleik frá komu sinni til félagsins fyrir þremur árum.

Khedira er 31 árs gamall og var orðaður við brottför frá Juve í sumar, þar sem Paris Saint-Germain og Liverpool sýndu honum áhuga. Talið var að Juve myndi selja hann til að gera pláss fyrir Emre Can en svo var ekki.

Khedira er sá miðjumaður sem hefur fengið mestan spilatíma í liði Juve undanfarin þrjú ár en samkeppnin hefur sjaldan verið jafn erfið og núna. Miralem Pjanic, Blaise Matuidi, Rodrigo Bentancur og Emre Can eru allir í hópnum.

Khedira var í landsliðshóp Þýskalands á HM og á 77 A-landsleiki að baki, allir undir stjórn Joachim Löw.
Athugasemdir
banner
banner
banner