Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 09:17
Elvar Geir Magnússon
Henry tekinn við Mónakó (Staðfest)
Thierry Henry er orðinn aðalþjálfari Mónakó.
Thierry Henry er orðinn aðalþjálfari Mónakó.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum sóknarmaður Arsenal, hefur verið ráðinn stjóri Mónakó. Hann skrifaði undir samning til júní 2021.

Þessi 41 árs Frakki hefur verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins en hann hóf sinn atvinnumannaferil hjá Mónakó og hjálpaði liðinu að verða Frakklandsmeistari 1997.

Mónakó er sem stendur í þriðja neðsta sæti í frönsku deildinni en Leonardo Jardim var rekinn í vikunni.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til Mónakó og er algjörlega ákveðinn í að mæta þeim áskorunum sem eru framundan, segir Henry.

„Ég get ekki beðið eftir að hitta leikmennina og byrja að vinna með þeim."

Henry er markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi en hann lék einnig með Juventus, Barcelona og New York Red Bulls.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner