Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. apríl 2019 14:27
Ívan Guðjón Baldursson
Ipswich féll í dag - 62 ár síðan liðið var síðast í C-deild
Mynd: Getty Images
Ipswich Town á ekki lengur von um að halda sér uppi í Championship deildinni eftir 1-1 jafntefli Wigan og Norwich í dag.

Wigan er því komið upp í 42 stig og engin leið fyrir botnlið Ipswich til að vinna upp stigamuninn þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Ipswich á sér ríka sögu og hefur unnið efstu deild enska boltans einu sinni, 1962, auk þess að hafa endað tvisvar í öðru sæti, 1981 og 1982.

Ipswich vann einnig Evrópukeppni árið 1981 og hefur unnið bæði B- og C-deild enska boltans.

Það eru 62 ár liðin síðan félagið var síðast í C-deildinni og þá vann liðið deildina á markatölu, aðallega þökk sé 46 mörkum frá Ted Phillips.
Athugasemdir
banner