Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Tímabilið búið hjá Coman - Gæti náð EM
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Kingsley Coman verður ekki meira með Bayern München á þessari leiktíð eftir að hafa meiðst í 2-0 sigri liðsins á Köln í gær.

Coman meiddist eftir um 50 mínútur í leiknum en um vöðvameiðsli er að ræða.

Bayern staðfesti síðan að Coman verði ekki með liðinu á næstunni en þýskir miðlar segja að hann hafi spilað sinn síðasta leik með Bayern á þessari leiktíð.

Það er því ljóst að hann verður ekki með í seinni leiknum gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Vonast er til þess að Coman verði klár með Frökkum fyrir Evrópumót landsliða, sem fer fram í Þýskalandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner