Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 27. júlí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Dagur Dan skoraði í bikarsigri

Leagues Cup, bikarkeppni milli liða í MLS deildinni í Bandaríkjunum og frá Mexíkó hófst í nótt.


Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City mættu CF Montreal.

Dagur Dan var í byrjunarliðinu en hann kom Orlando yfir með marki snemma leiks.

Hans menn bættu tveimur mörkum við áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og fjórða mark liðsins leit dagsins ljós áður en Montreal klóraði í bakkann og þar við sat. 4-1 sigur Orlando City staðreynd.


Athugasemdir
banner